Iceland SIF í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða efna til morgunfundar um siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða þann 26. apríl 2018. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 09:30 – 12:00.
Skráning á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.
Fundurinn verður einnig aðgengilegur í gegnum Skype, frekari upplýsingar um Skype tengingu verða sendar út fyrir fundinn.
Á fundinum mun vinnuhópur á vegum IcelandSIF ásamt öðrum sérfræðingum kynna greiningar á því hvaða sjónarmiða og viðmiða mögulegt er að líta til þegar lífeyrissjóður setur sér stefnu um siðferðileg viðmið í fjárfestingum í samræmi við breytingar sem gerðar voru á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða sem tóku gildi um mitt síðasta ár.
Dagskrá
- Siðferðileg viðmið í fjárfestingum - Salvör Nordal, siðfræðingur opnar fundinn og fjallar um hlutverk siðareglna, aukna áherslu á setningu siðareglna í kjölfar bankahrunsins og hvaða siðferðilegu viðmið skipta máli í fjárfestingum.
- Viðmið eftirlitsaðila með umhverfis og samfélagslegum þáttum við fjárfestingar – Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu varpar ljósi á þau viðmið sem eftirlitsaðilar innan OEXD og EIOPA munu nota við eftirfylgni og upplýsingagjöf er varðar umhverfis- og samfélagsþætti.
- Aðferðafræði danska ATP lífeyrisjóðsins – Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Birtu lífeyrissjóði fjallar um aðferðafræði danska ATP lífeyrissjóðsins við skimun, gagnaöflun og íhlutun í einstökum félögum sem hluthafi.
- Siðferðisleg viðmið hjá sænsku AP-sjóðunum – Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur hjá Gildi lífeyrissjóði fjallar um lagalegan grundvöll siðferðis- og umhverfisviðmiða hjá sænsku AP-sjóðunum.
- Norski olíusjóðurinn – Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka fjallar um siðferðisleg viðmið norska olíusjóðsins, samspil norska Seðlabankans, siðaráð sjóðsins og norska fjármálaráðuneytisins.
- Praktísk nálgun á PRI – Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fjallar um dæmi um beitingu ,,ESG/USS“ viðmiða við mat á fjárfestingakostum og eftirfylgni með þeim. (Environmental-Social-Governance / Umhverfi-Samfélag-Stjórnarhættir).
- Eru til mælikvarðar fyrir ábyrgar fjárfestingar? – Eva Margrét Ævarsdóttir, lögfræðingur hjá Arion banka fjallar um helstu viðmið sem notuð eru við ófjárhagslega upplýsingagjöf fyrirtækja, t.d. GRI, UNGC og leiðbeiningar Nasdaq og hvernig þau geta hjálpað við mat á ESG þáttum fjárfestingakosta.
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða stýrir fundinum.
Skráning