IcelandSIF stendur fyrir fjarfundi í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur þann 5. desember kl. 13:00.
Íslenska háskólasamfélagið hefur á undanförnum árum gefið út ógrynni af rannsóknarefni tengdu sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Markmiðið með þessum viðburði er að draga fram í sviðsljósið nokkrar af þessum nýju og áhugaverðu rannsóknum sem kunna að vera virðisaukandi fyrir fjárfesta.
Erindi fundarins verða eftirfarandi:
Stefnutæki stjórnvalda sem stuðla að aukningu sjálfbærra fjárfestinga
(Björg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands)
Regluverk utan um kolefnisföngun og geymslu á Íslandi
(Bára A. Alexandersdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík)
Information Asymmetries in the Green and Sustainable Bond Market: The Role of Second-Party Opinion Providers
(Jordan Mitchell, PhD Candidate, University of Iceland – erindið fer fram á ensku)
Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.
Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.
Fundurinn verður í streymi. Tölvupóstur með hlekk á viðburðinn verður sendur á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.