Morgunfundur (fjarfundur) IcelandSIF um flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (e. EU Taxonomy Regulation)

Miðvikudagurinn 2. desember n.k.
Tími: kl 9:00 – 10:00

Fundurinn verður haldinn á Teams. Teams hlekkur verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

IcelandSIF stendur fyrir morgunfundi um flokkunarreglugerð Evrópusambandsins í samstarfi við Fjármálaráðuneytið, Logos og KPMG.

Guðmundur Kári Kárason, lögfræðingur hjá skrifstofu fjármálamarkaðar í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, mun kynna stöðu innleiðingar flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins og tengds regluverks á Íslandi.

Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LOGOS, og Arnar Sveinn Harðarson, lögfræðingur á LOGOS, munu fjalla um grundvallaratriði flokkunarkerfisins, með áherslu á skilgreiningu á umhverfissjálfbærri (grænni) atvinnustarfsemi og þær kröfur sem gerðar eru til upplýsingagjafar.


Þá mun Benoit Cheron sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG ásamt erlendum sérfræðingum KPMG veita innsýn í raunhæf dæmi um hvernig flokkunarreglugerð Evrópusambandsins hefur verið tekin inn í starfsemi í mismunandi löndum.

Kær kveðja,
Stjórn IcelandSIF

02des
Tímasetning
09:00 - 10:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 13:00 26/11/2020

Skráning endar:

kl. 09:00 2/12/2020