ESG bakslag og áhrif þess á Íslandi

IcelandSIF stendur fyrir morgunfundi um ESG bakslag og áhrif þess á Íslandi þann 29. apríl næstkomandi frá kl. 9:00 til 10:15 í húsnæði KPMG, Borgartúni 27. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 8:30.

Á þessum viðburði verður áhersla lögð á að rýna áhrif ESG bakslagsins á ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Markmiðið er að draga fram í dagsljósið hver raunveruleg staða sjálfbærni er á Íslandi og hvaða áhrif viðhorf og kröfur úti í heimi hafa hér heima.

Íslensk fyrirtæki hafa lagt aukna áherslu á sjálfbærni, meðal annars vegna aukinna krafna frá regluverki stjórnvalda og Evrópusambandsins, fjárfestum og almenningi. Undanfarin misseri hefur hins vegar borið á því sjónarmiði að sjálfbærni skili ekki árangri og sé einungis kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki.

Gagnrýnin beinist að því hversu áhrifaríkar þær aðgerðir eru í raun og veru, hvort þær séu of yfirborðskenndar og hvort þær nái að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi og samfélag. Jafnframt velta einhverjir vöngum yfir tengslum milli ESG þátta og fjárhagslegrar frammistöðu. Nú má greina bakslag í stefnum og regluverki, vegna áhrifa frá forsetakosningum í Bandaríkjunum og Omnibus tillögu Evrópusambandsins.

Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.

29apr
Tímasetning
08:30 - 10:15
Staðsetning

KPMG, Borgartún 27 (8.hæð)