Hvenær: Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12-13
Hvar: Microsoft Teams
Teams upplýsingar verða sendar á skráða aðila fyrir fundinn.
-
Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, Háskóli Íslands og Copenhagen Business School
-
Erindi Þrastar fjallar um hvernig fyrirkomulag aðalfunda breyttist vegna áhrifa Covid-19 og nýrra stafrænna lausna, á Íslandi og annars staðar. Þeirri breytingu fylgdu ýmsar áskoranir og tækifæri. En sumar áskoranir og tækifæri kunna að vera í andstöðu við tilgang aðalfunda. Tilgangur aðalfunda er meðal annars sá að hluthafar fái aðgang að upplýsingum, að stjórn og stjórnendum og svo til að kjósa um málefni viðkomandi félags. Rætt verður um hvaða áhrif hluthafafundir á formi netfunda höfðu á þessa þætti.
„Hluthafalýðræði“ er hugtak sem hefur verið ofarlega á baugi, en ekki er samstaða um hvort ólíkt fyrirkomulag aðalfunda hafi áhrif á slíkt lýðræði.
Félagsmenn Iceland SIF hafa flestir reynslu af ólíkri framkvæmd aðalfunda og voru þeir spurðir í könnun út í þá reynslu. Þröstur mun fara yfir niðurstöðurnar og ræða hver staðan er í nágrannalöndum Íslands.
Microsoft Teams - Upplýsingar verða sendar á skráða aðila, fyrir fundinn
kl. 15:00 24/10/2022
kl. 13:00 2/11/2022