IcelandSIF stendur fyrir viðburði í samstarfi við Utanríkisráðuneytið þann 13. janúar 2025 kl. 15:00-16:30.
Viðburðurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans að Reykjastræti 6 og að honum loknum verða léttar veitingar í boði.
Íslenska ríkið varð aðili að aðgerðabandalagi um örvun fjárfestinga í þróunarríkjum (IMCA | WCF) í nóvember 2024, en um er að ræða samstarf Norðurlandanna og Bandaríkjanna um blendingsfjármögnun (e. blended finance) sem er ætlað að hraða grænum fjárfestingum í verkefnum í þróunarríkjum, einkum á sviði orku- og loftslagsmála.
Samstarfið miðar að því að nýta opinbert þróunarfé til að taka fyrstu áhættu (e. first loss) af fjárfestingum og gera þau þannig að álitlegum fjárfestingakosti fyrir einkageirann, t.d. lífeyrissjóði og aðra fagfjárfesta. Með þeim hætti er einkageiranum gert kleift að fjárfesta í verkefnum sem annars teldust of áhættusöm.
Á fundinum munu fulltrúar frá IMCA vera með erindi og kynna samtökin ásamt því að svara spurningum.
Dagskrá verður birt með nýju ári en fulltrúar IMCA munu fjalla um bakgrunn samtakanna og fara yfir það hvernig fjárfestingarferlið virkar skref fyrir skref. Einnig verða tekin raundæmi af fjárfestingum sem hafa þegar farið í gegnum ferlið hjá IMCA.
Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um IMCA.
Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.