Áhrif virks eignarhalds stofnanafjárfesta

IcelandSIF stendur fyrir viðburði þann 11. febrúar 2025 kl. 16:00.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Íslandsbanka og boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 15:30.

Fjallað verður um áhrif virks eignarhalds stofnanafjárfesta, en virkt eignarhald felur í sér að fjárfestar, líkt og lífeyrissjóðir, taka þátt í stjórnun og stefnumótun félaganna sem þeir eiga í með því að nýta sér atkvæðisrétt sinn til að hafa áhrif á rekstur og stjórn félagsins. Markmið virks eignarhalds er oftast að tryggja langtímavöxt og stöðugleika viðeigandi félags, sem getur skilað fjárfestum betri ávöxtun og dregið úr áhættu til lengri tíma.

Mikil umræða hefur skapast um virkt eignarhald lífeyrissjóða hérlendis en Seðlabankinn birti nýlega umræðuskýrslu um lífeyrissjóðina á fjármálamarkaði. Þar er stuttlega farið yfir eignarhald og áhrif lífeyrissjóða þar sem fram kemur:

“Seðlabankinn telur æskilegt að lífeyrissjóðir beiti áhrifum sínum sem hluthafar líkt og aðrir fjárfestar, ella gætu áhrif annarra minni hluthafa aukist verulega og umfram raunverulegan atkvæðisrétt.”

Lífeyrissjóðirnir eiga samanlagt u.þ.b. 35% af markaðsvirði allra hlutabréfa á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa verið fremur hlutlausir fjárfestar. Þeir hafa, aftur á móti, á síðustu árum beitt sér í ríkara mæli m.a. við val á stjórnarmönnum og með tillögum á hluthafafundum.

Frekari upplýsingar um viðmælendur og dagskrá fundarins kemur síðar.

Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.

11feb
Tímasetning
16:00 - 17:00
Staðsetning

Höfuðstöðvar Íslandsbanka, Hagasmári 3 (9. hæð)