Stöðufundur: Hvernig gengur innleiðingarferlið?

2/10/2024

Þann 14. október nk. heldur IcelandSIF morgunfund í Arion banka kl. 9:00-10:00. Á fundinum verða haldnar pallborðsumræður um hvernig innleiðingu á regluverki ESB um sjálfbær fjármál vindur fram hér á landi. Þátttakendur pallborðsins munu ræða það sem vel hefur gengið, hindranir í vegi þeirra, lausnir við áskorunum og tækifæri sem af regluverkinu hljótast.

Litið verður heildstætt yfir innleiðingarferlið, þvert yfir regluverkið, út frá sjónarhóli allra helstu hagaðila, þ.e. banka, rekstrarfélaga, lífeyrissjóða og tryggingarfélaga. Þátttakendur pallborðsins verða eftirfarandi:

  • Jón Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum
  • Iðunn Hafsteinsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Stefni
  • Heiðrún Hödd Jónsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá LSR
  • Óskar Baldvin Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna lausna hjá TM

Morgunfundurinn verður haldinn í Þingvallasal Arion banka og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 8:30.

Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.