Stjórn samtakanna horfir nú til starfsins í haust. Stefnan er að fylgja eftir hlutverki samtakanna um að vera umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestinga og efla þannig þekkingu fjárfesta á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.
Könnun sem framkvæmd var meðal félagsamanna sýndi að það vanti íslensk dæmi um innleiðingu ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga. Í þessu sambandi er tækifæri til samstarfs við viðskiptadeild Háskóla Íslands þar sem kennt er námskeið á sviði viðskiptasiðfræði á meistarastigi. Munu nemendur vinna að raunhæfum verkefnum í samstarfi við aðildarfélög Iceland SIF og undir leiðsögn kennara námskeiðsins, Þröst Olaf Sigurjónssonar.
Nú er leitað til aðildarfélaga um hugmyndir að verkefnum. Reiknað er með að verkefnin verði mjög formföst og einföld í uppbyggingu til þess að einfalda vinnuna en þau þurfa að vinnast á fimm vikum (september og fram í byrjun október). Verkefni þarf að fela í sér áskorun (eða spurningu, vanda eða tækifæri) á sviði ábyrgra fjárfestinga og samfélagsábyrgðar. Þau geta verið viðfangsefni sem fyrirtæki er að fást við núna og á því eftir að leysa.
Dæmi um verkefni sem gætu átt við:
Áhugasamir hafi samband við Þröst Olaf í netfangið: olaf@hi.is