Opið fyrir skráningar á NordicSIF 2025

12/03/2025

NordicSIF ráðstefnan árið 2025 verður að þessu sinni haldin í Stokkhólmi 4. og 5. júní næstkomandi í boði SweSIF samtakanna. Opnað hefur verið fyrir skráningar en aðeins starfsmenn aðildarfélaga IcelandSIF geta skráð sig á viðburðinn. Gestafjöldi verður takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð "framtíð mannkynsins".

Dagskrá ráðstefnunnar og skráning er aðgengileg hér.

NordicSIF ráðstefnan er mikilvægur árlegur viðburður þar sem saman koma meðlimir Dansif, Finsif, Swesif, Icelandsif og Norsif. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir norræna fjárfesta til að skiptast á hugmyndum og vinna saman að því að takast á við áskoranir í tengslum við ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.