NordicSIF ráðstefnan árið 2023 verður að þessu sinni haldin í Kaupmannahöfn 8. og 9. júní næstkomandi í boði DanSIF samtakanna. Opnað hefur verið fyrir skráningar en aðeins starfsmenn aðildarfélaga IcelandSIF geta skráð sig á viðburðinn. Gestafjöldi verður takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð orku og landbúnaðargeiranum og þeim áskorunum sem fram undan eru í þeim atvinnugreinum til að nálgast kolefnishlutleysi.