Háskólarnir og atvinnulífið: Nýjar rannsóknir um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar

19/11/2024

IcelandSIF stendur fyrir fjarfundi í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur þann 5. desember kl. 13:00.

Íslenska háskólasamfélagið hefur á undanförnum árum gefið út ógrynni af rannsóknarefni tengdu sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Markmiðið með þessum viðburði er að draga fram í sviðsljósið nokkrar af þessum nýju og áhugaverðu rannsóknum sem kunna að vera virðisaukandi fyrir fjárfesta.

Erindi fundarins verða eftirfarandi:

Stefnutæki stjórnvalda sem stuðla að aukningu sjálfbærra fjárfestinga
(Björg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands)

Regluverk utan um kolefnisföngun og geymslu á Íslandi
(Bára A. Alexandersdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík)

Information Asymmetries in the Green and Sustainable Bond Market: The Role of Second-Party Opinion Providers
(Jordan Mitchell, PhD Candidate, University of Iceland – erindið fer fram á ensku)

Það er mikilvægt fyrir fjárfesta að fylgjast með erlendum og innlendum rannsóknum á sviði sjálfbærni og ábyrgra fjárfestinga. Undanfarin ár hefur fjöldi rannsókna á þessu sviði aukist innan íslenskra háskóla. Nýlegar rannsóknir skoða meðal annars áhrif loftslags á vistkerfi sjávar, samband sjálfbærnieinkunna og fjárhagslegrar frammistöðu fyrirtækja og notkun sjálfbærniupplýsinga meðal fagfjárfesta.

Markmið fundarins er að veita þeim rannsóknum athygli sem kunna að vera sérstaklega viðeigandi fyrir fjárfesta.

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.