Ný stjórn IcelandSIF kjörin – Myndir frá aðalfundi

26/05/2023

Ný stjórn IcelandSIF var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í höfuðstöðvum Kviku banka í Borgartúni, þann 25. maí síðastliðinn.

Nýja stjórn skipa:

Anna Þórdís Rafnsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Kviku banka

Arnar Sveinn Harðarson, lögmaður og fulltrúi hjá Logos

Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Eyrún A. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar Landsbankans

Halla Kristjánsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar LSR

Kristín Halldórsdóttir, viðskiptastjóri í eignastýringu Íslandsbanka

Dr. Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo

Anna Þórdís Rafnsdóttir er nýr stjórnarformaður IcelandSIF, en hún var áður varaformaður stjórnar. Eyrún A. Einarsdóttir er nýr varaformaður.

Kristbjörg M. Kristinsdóttir frá Stefni, Helga Indriðadóttir frá Almenna lífeyrissjóðnum og Hildur Eiríksdóttir frá Íslandsbanka gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Nýkjörin stjórn þakkar Kristbjörgu, Helgu og Hildi fyrir framlag þeirra til samtakanna síðastliðin ár.

Hér má finna glærur af aðalfundinum og meðfylgjandi eru myndir af fundinum.