Ný stjórn IcelandSIF var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni, þann 20. maí.
Nýja stjórn skipa: Anna Þórdís Rafnsdóttir, Kviku banka, Egill Tryggvason, Verði tryggingum, Helga Indriðadóttir, Almenna lífeyrissjóðnum, Hildur Eiríksdóttir, Íslandsbanka, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, Stefni, Kristján Geir Pétursson, Birtu lífeyrissjóði og Dr. Reynir Smári Atlason, Landsbankanum.
Kristbjörg M. Kristinsdóttir er nýr stjórnarformaður IcelandSIF, en hún var áður varaformaður stjórnar. Anna Þórdís Rafnsdóttir er varaformaður.
Halldór Kristinsson, Landsbréfum og Margit Robertet, fráfarandi formaður stjórnar, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Nýkjörin stjórn vill þakka Margit og Halldóri fyrir framlag þeirra til samtakanna síðastliðin ár.
Katrín Jakobsdóttir ávarpaði aðalfundinn
Að loknum aðalfundarstörfum fór forsætisráðherra yfir áherslur ríkisstjórnarinnar í sjálfbærni- og loftslagsmálum. Forsætisráðuneytið hefur birt frétt um ávarp forsætisráðherra sem má finna hér.