Morgunfundur um Heimsmarkmiðin með augum fjárfesta

16/01/2019

Þann 10. janúar sl. var í Nauthóli haldinn fundur IcelandSIF þar sem farið var yfir með hvaða hætti Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna geta tengst ákvarðanatöku fjárfesta við fjárfestingar.

Erindi morgunsins voru af fjölbreyttum toga, Fanney Karlsdóttir kynnti áhugaverða sýn á með hvaða hætti stjórnvöld á Íslandi eru að vinna með valin Heimsmarkmið SÞ. Laura Bosch veitti innsýn í aðferða fræði Hollenska eignastýringarfélagsins Robeco við samval fjárfestinga með tilliti til Heimsmarkmiða SÞ og hvernig félagið beitir sér með virku eignarhaldi þar sem félagið fer með fé fyrir hönd viðskiptavina. Þorsteinn Kári Jónsson verkefnastjóri hjá Marel skýrði frá einstakri nálgun Marels við aðlögun stefnu félagsins að völdum Heimsmarkmiðum þar sem nýsköpun og vöruþróun Marels er að ná eftirtektarverðum árangri við framleiðslu tækja til matvælaframleiðslu.

Alls sátu rúmlega 100 gestir fundinn og var fundarstjórn í höndum Kjartans Smára Höskuldssonar, framkvæmdastjóra Íslandssjóða.

Öll erindi fundarins má nálgast hér að neðan ásamt myndböndum frá heimsóknum IcelandSIF til ISAVIA, Kópavogsbæjar, ÁTVR og Landsvirkjunar.

Erindi fundarins:

Marel - IcelandSIF: Heimsmarkmiðin með augum fjárfesta

Stjórnvöld - IcelandSIF: Heimsmarkmiðin með augum fjárfesta

Robeco - IcelandSIF: Heimsmarkmiðin með augum fjárfesta

Myndbönd:

Átvr - IcelandSIF

Isavia - IcelandSIF

Kópavogsbær - IcelandSIF

Landsvirkjun - IcelandSIF

IcelandSIF-Stjornvold

IcelandSIF-Stjornvold

IcelandSIF-Robeco

IcelandSIF-Marel

IcelandSIF-erindi