IcelandSIF vekur athygli aðildarfélaga á sameiginlegum fræðslufundi sem haldin verður þann 26. apríl næstkomandi.
Fundurinn er fyrsti sameiginlegur vefviðburður NordicSIF samtakana og er aðeins fyrir aðildarfélög IcelandSIF.
Á fundinum er farið yfir hvernig eigi að huga að réttindum barna við fjárfestingaákvarðanir. Farið verður yfir raundæmi um fjárfestingaákvarðanir sem snúa að réttindum barna auk sérstakrar áherslu á slíkar fjárfestingarákvarðanir í tæknigeiranum.
Staðfesting á skráningu og Teams skráningarhlekkur verður sendur þeim sem skrá sig á fundinn.