Fræðslufundur um orkumál í evrópsku samhengi

8/02/2023

Í kjölfar stríðsins í Úkraínu hefur orkuverð hækkað á mörgum svæðum innan Evrópu og orkuöryggi virðist ótryggt. Evrópa virðist í því samhengi standa á tímamótum hvað varðar uppbyggingu á orkuinnviðum til framtíðar þar sem ólíklega verður hægt að treysta á innflutt gas frá Rússlandi.

Hvaða hlutverk getur Íslenskt hugvit spilað í þeirri Evrópsku uppbyggingu sem framundan er, hvernig getum við flutt hugvitið út og hvers eðlis er sú þekking?

IcelandSIF stendur fyrir rafrænum fræðslufundi þann 16. febrúar næstkomandi um orkumál í evrópsku samhengi þar sem sérfræðingar á því sviði halda erindi og svara spurningum fundargesta.

Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuklasans, flytur erindi og fer yfir það hlutverk sem íslenskt hugvit spilar í Evrópsku orkusamhengi.

Upprunaábyrgðir, losunarheimildir og kolefniseiningar eru hugtök sem gjarnan er ruglað saman. Öll hugtökin lýsa mismuanndi vöru með virði og því mikilvægt að þekkja hver varan er, hvar verðið myndast, hvar markaðir eru fyrir þessar vörur og hver eru skyldug til að eiga með þær viðskipti.

Halldór Kári Sigurðarson og Ívar Kristinn Jasonarson frá Landsvirkjun fræða félagsfólk um fyrrnefnd hugtök.

Að fundi loknum gefst fundargestum kostur á að spyrja framsögumenn spurninga.

Um framsögumenn:

Rósbjörg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska orkuklasans

Halldór Kári Sigurðarson er viðskiptastjóri á sviði Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun

Ívar Kristinn Jasonarson er sérfræðingur á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella á hlekkinn hér.