Fræðslufundur um græn skuldabréf 27. janúar

21/01/2020

Græn skuldabréf – straumar á Íslandi og erlendis

Opinn morgunverðarfundur OR, Viðskiptafræðideildar HÍ og IcelandSIF um útgáfu grænna skuldabréfa mánudaginn 27. janúar í Nauthóli

Einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja, dr. Ahmad A. Rahnema prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólann IESE í Barcelona, verður aðalfyrirlesari á opnum morgunverðarfundi um græn skuldabréf.

Fundurinn er á Nauthóli mánudaginn 27. janúar og hefst með léttum morgunverði klukkan 8:00.

Það eru Orkuveita Reykjavíkur, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og IcelandSIF sem gangast fyrir fundinum.

Enginn aðgangseyrir er ða fundinum en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is.