Aðalfundur IcelandSIF 2025

11/04/2025

Stjórn IcelandSIF bendir félagsmönnum á að aðalfundur IcelandSIF verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2025 klukkan 9:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá klukkan 8:30.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans, Reykjastræti 6, 101 Reykjavík.

Bent er á að framboð til stjórnar skulu berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins í síðasta lagi kl. 16:00 laugardaginn 10. maí.

Tillögur sem félagsaðilar vilja leggja fyrir fundinn þurfa að berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins, í síðasta lagi kl. 16:00 fimmtudaginn 24. apríl.

Endanleg dagskrá og fram komnar tillögur munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.


Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpa fundargesti.

Hér er að finna aðalfundarboð.

Hér er að finna skráningu á fundinn.