Corporate Sustainability Reporting Directive eða CSRD er tilskipun (ESB) 2022/2464 um upplýsingagjöf um sjálfbærni sem felur í sér nýjar reglur um birtingu sjálfbærniupplýsinga.
Hver er tilgangur CSRD?
Með CSRD er gerð tilraun til að leysa ýmis vandamál fyrri reglna um birtingu sjálfbærniupplýsinga.
Forveri CSRD (NFRD eða Non-Financial Reporting Directive) þótti ekki nógu skýr, upplýsingarnar ósamanburðarhæfar á milli fyrirtækja og erfitt að meta raunverulega sjálfbærniáhættu fjárfestinga og sjálfbærnitengda áhættuþætti í rekstri fyrirtækja.
Hvað breytist?
Reglugerðin skyldar tiltekin félög m.a. til að framkvæma tvíátta mikilvægisgreiningu á starfsemi sinni, þar sem annars vegar þarf að mæla hvaða áhrif starfsemin hefur á ytra umhverfi og hins vegar hvaða áhrif sjálfbærniþættir hafa á rekstur félagsins.
Mikilvægisgreiningin er mikilvægt skref fyrir fyrirtæki þar sem niðurstöður greiningarinnar ákvarða hvaða ESRS staðlar skulu notaðir við skýrslugerð.
Eru ítarlegir staðlar um efni og inntak sjálfbærniupplýsinga á grundvelli CSRD: