Á undanförnum árum hafa fjárfestar í auknum mæli tekið tillit til þátta í rekstri fyrirtækja sem hingað til hefur talað um sem ófjárhagslegar upplýsingar við mat á fjárfestingum. Er þá sérstaklega horft til áhrifa af rekstri fyrirtækja á samfélagið og umhverfið sem það starfar í.
Almenn vitneskja um áhrif loftslagsbreytinga og mikilvægi þess að fyrirtæki starfi í sátt við samfélagið og sitt nánasta umhverfi hefur vakið forsvarsmenn fyrirtækja og opinberra aðila ásamt fjárfestum og almenningi til umhugsunar. Rannsóknir hafa sýnt að þeir útgefendur sem eru vakandi fyrir þessum þáttum og taka ábyrgð rekstri sínum með tilliti til umhverfislegra, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS) draga úr áhættu í rekstrinum og eru líklegri til að ná árangri til lengri tíma.
Ýmsar áskoranir fylgja því að meta ófjárhagslega þætti og skortur á stöðlun við mat á þeim hefur verið eins helsta hindrunin að tekið sé tillit til þeirra.
Eurosif framkvæmir annað hvert ár rannsókn þar sem skoðaðar eru helstu aðferðir við ábyrgar fjárfestingar og þróun þeirra á meðal fjárfesta. Eftirfarandi tafla er samantekt á mismunandi aðferðum sem falla undir ábyrgar fjárfestingar og heiti þeirra eftir hvaða stofnun er um að ræða. Til hægri í töflunni er íslensk þýðing á viðeigandi aðferð:
Eurosif | GSIA- equlvalent | PRI - equivalent | EFAMA - equivalent | Ísl. þýðing |
---|---|---|---|---|
Exclusion of holdings from investment universe | Negative/exclusionary screening | Negative/exclusionary screening | Negative screening or Exclusion | Neikvæð skimun |
Norm based screening | Norms-based screening | Norms-based screening | Norms based approach (type of screening) | Jákvæð skimun |
Best-in-Class investment selection | Positive/ best-in class screening | Positive/ best-in-class screening | Best-in-Class policy (type of screening) | Fremst meðal jafningja |
Sustainability themed investment | Sustainability themed investing | Sustainability themed investing | Thematic investment (type of screening) | Sjálfbærar þemafjárfestingar |
ESG integration | ESG integration | Integration of ESG issues | - | Samþætting UFS við verklag |
Engagement and voting on sustainability matters | Corporate engagement and shareholder action |
Active ownership and engagement (three types): - Active ownership - Engagement - (Proxy) voting and shareholder resolutions |
Engagement (voting) | Virkt eignarhald |
Impact investing | Impact/community investing | - | - | Áhrifafjárfestingar |
Heimild: http://www.eurosif.org/wp-content/uploads/2018/11/European-SRI-2018-Study.pdf
Áhrifafjárfestingar (e. Impact investment)
Eru fjárfestingar sem hafa það að markmiði að skapa jákvæð, mælanleg áhrif á annað hvort umhverfi eða samfélagið auk þess að skila fjárhagslegum ábata. Áhrifafjárfestingar eiga heima hvort sem er á nýmarkaðssvæðum eða á þróuðum mörkuðum. Vaxandi áhugi fjárfesta á að hafa áhrif með sínum fjárfestingum beinist að þeim áskorunum sem felast í meðal annars sjálfbærni í landbúnaði, endurnýtanlegri orku, varðveislu auðlinda, hvata fjármögnun (e.microfinance) og aðgengi að grunnþjónustu svo sem heilbrigðis- og menntunarþjónustu .
Ofangreind skilgreining er af heimasíðu Global Impact Investment Network en það eru samtök sérstaklega stofnuð með það markmið að auka veg slíkra fjárfestinga og eru þau studd af áhrifaríkum stofnunum víðs vegar um heiminn.
Eftirfarandi einkennir áhrifafjárfestingar:
Samkvæmt könnun sem GIIN framkvæmdi á meðal fjárfesta árið 2017 þá skiluðu meirihluti áhrifafjárfestinga fjárhagslegum ávinningi sambærilegum og almennar fjárfestingum að teknu tilliti til áhættu.
Í könnun Eurosif frá 2018 þá er vöxtur í áhrifafjárfestingum 5% en þess má geta að áður hafði vöxturinn verið töluvert meiri. Þeir sem hafa með fjölskyldusjóði (e.family wealth management) að gera verða í auknum mæli varir við þá kröfu þeirra fjárfesta að fjárfestingar þeirra leiði til góðs og því vaxandi vinsældir áhrifafjárfestinga á meðal fjölskyldusjóða. Það sama gildir um fjárfesta af aldamótakynslóðinni en þar er að verða æ algengara krafa um að fjárfestingar þeirri hafi ekki einungis fjárhagsleg markmið heldur leiði einnig til góðs og gangi ekki á auðlindir jarðar.
í umfjöllun Morgan Stanley um fjárfestingar og sjálfbærni frá árinu 2017 kemur fram að 75% af fjárfestum af aldamótakynslóðinni telja að fjárfesting þeirra geti haft áhrif á loftslagsbreytingar af mannavöldum og 84% trúa því að ákvarðanir þeirra í fjárfestingum geti hjálpað fólki úr fátæktargildrunni. Það sem er ekki síður áhugavert er að um 90% fjárfesta af þessari kynslóð eru áhugasamir um að lífeyrissjóður þeirra (401 K) byggist upp á sjálfbærum fjárfestingum. Ein af niðurstöðum þessarar rannsóknar var að fyrirtæki yrðu að líta til sjálfbærni í þeirra starfsemi þar sem annars yrðu þau fyrir utan fjárfestamengi aldamótakynslóðarinnar sem er fjölmennur hópur vaxandi fjárfesta.
Heimildir:
https://thegiin.org/impact-investing/need-to-know/#what-is-impact-investing
https://sustaincase.com/morgan-stanley-millennials-sustainable-investing-continues-to-intensify/
Fyrirmyndarfyrirtæki (e. Best in Class)
Fyrirmyndarfyrirtæki er aðferð sem byggir á því að fjárfestar horfa til þeirra fyrirtækja eða verkefna sem eru til fyrirmyndar í sinni starfsgrein er varðar UFS þætti og sýna einnig góða fjárhagslega stöðu. Þessi aðferðafræði hefur vaxið að undanförnum árum þó að hún sé enn lítið notuð en hefur notið töluvert meiri vinsælda hjá frönskum fjárfestum en annars staðar innan Evrópu.
Jákvæð skimun (e. Norms-based screening)
Jákvæð skimun er aðferð sem hægt er að beita einni og sér eða með öðrum aðferðum og þá oftast með virkum samræðum eða útilokun. Við jákvæða skimun er kröfur um UFS þætti dregnar fram og aðrir fjárfestingarmöguleikar útilokaðir. Atriði sem notaðir eru til grundvallar jákvæðrar skimunar geta verið góðir stjórnarhættir, samstarf við verkalýðsfélög, umhverfisvernd, sjálfbærni, ábyrgar fjárfestingar, menningarleg fjölbreytni og fleira.
Alþjóðleg viðmið um ofangreind atriði eru gefin út af ýmsum stofnunum og samtökum þar með talið OECD, ILO og UN Global Compact . Nú nýlega bættust við grundvallarviðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og viðskipti .
Ef fyrirtæki í eignasafni fjárfesta reynast brjóta gegn ákvæðum þessara viðmiða geta fjárfestar átt samtal við fyrirtækið og í framhaldinu ákveðið til hvaða aðgerða er rétt að grípa og þá hvort fjárlosun sé nauðsynleg.
Vinsældir þessarar aðferðar hafa aukist mikið á síðustu árum sérstaklega á Norðurlöndum en henni er einnig mikið beitt í Frakklandi og Hollandi. Algengast er að viðmið UN Global Compact sé notið við skimun á fyrirtækjunum.
Heimildir:
http://www.oecd.org/investment/mne/1922428.pdf
https://www.ilo.org/empent/areas/mne-declaration/lang--en/index.htm
https://www.unglobalcompact.org/what-is-gc/mission/principles
https://www.ohchr.org/Documents/Publications/GuidingPrinciplesBusinessHR_EN.pdf
Neikvæð skimun (e. Negative screening)
Neikvæð skimun gengur út á að útiloka ákveðnar lánveitingar eða fjárfestingar á grundvelli óábyrgra UFS þátta. Algengt er að sjá atvinnugreinar á borð við áfengis- og tóbaksframleiðendur, veðmálafyrirtæki, vopnaframleiðendur, klámiðnaðinn o.fl. á útilokunarlistum ábyrgra fjárfesta. Stigsmunur er á því með hvaða hætti fjárfestar innleiða neikvæða skimun í starfsemi sína allt frá því að undanskilja fyrirtæki í óæskilegri starfsemi til þess að undanskilja tengda aðila svo sem móður- og dótturfélög, birgja, dreifingaraðila og hversu langt fjárfesta horfa ofan í virðiskeðjuna.
Samkvæmt rannsókn Eurosif 2018 er neikvæð skimun elsta og algengasta aðferð ábyrga fjárfestinga en aðeins hefur þó dregið úr vinsældum þessarar aðferðar frá fyrri rannsókn sem framkvæmd var 2016.
Þeir fjárfestar sem beita neikvæðri skimun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þó að á yfirborðinu virki aðferðin einföld. Ákvarðanir sem þarf að taka er eins og hversu mikið af heildartekjum fyrirtækisins má koma frá þeirri starfsemi sem ákveðið hefur verið að útiloka, hvenær á að fjárlosa (e.divest) fyrirtæki út á grundvelli þeirra skorða sem settar hafa verið auk þess sem að upplýsingar frá gagnaveitum er lúta að þessum atriðum geta verið eru mjög misvísandi.
Norski olíusjóðurinn beitir neikvæðri skimun og horfir langt eftir virðiskeðjunni og birtir jafnframt lista á vef sínum yfir þau fyrirtæki sem hann hefur útilokað.
Heimildir:
https://www.nbim.no/en/the-fund/responsible-investment/exclusion-of-companies/
Samþætting UFS við verklag (e. ESG integration)
Samþætting á UFS þáttum við fjárhagslegar greiningar er samkvæmt skýrslu sem PRI gaf út 2016 útbreiddasta leiðin meðal fjárfesta við ábyrgar fjárfestingar í skráðum hlutabréfum .
Aðferðin fléttar UFS þáttum inn í hefðbundnar fjárhagslegar greiningar. Við virðismat eru áhrif UFS þátta hluti af forsendum og geta þar með haft áhrif á ávöxtunarkröfu við greiningar og verðmat. Þannig er tekið tillit til UFS þátta og horft til þeirra líkt og annarra fjárhagslegra atriða með hefðbundnum aðferðum sem notaðar hafa verið hingað til.
Skortur á samræmdum mælitækjum og upplýsingagjöf eru helstu vankantarnir við þessa aðferðafræði. Töluverð þróun hefur orðið við framsetningu á mælikvörðum UFS þátta og má í því sambandi benda á viðmið Nasdaq Kauphallarinnar þar sem sett upp eru 33 viðmið fyrir UFS þætti og leiðbeiningar um hvernig mæla skuli viðkomandi atriði . Að auki horfa fjárfestar og fyrirtæki í auknum mæli til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þessu samhengi.
Í fyrrnefndri skýrslu PRI er farið ítarlega yfir og gefin fjölmörg dæmi um hvernig fjárfestar nýta þessa aðferðafræði við val á fjárfestingarkostum. Til skamms tíma hafa fjárhagslegar greiningar og mat á UFS þáttum verið aðskilið frá hefðbundnum greiningum og oftar en ekki verið hugað að þeim eftir á. Þetta er að breytast og í auknum mæli eru UFS þættir taldir hafa fjárhagslega þýðingu og þeim fléttað inní greiningu frá upphafi. Almennt er horft til þess að UFS þættirnir hafi meiri þýðingu til lengri tíma og því er það töluverð áskorun að samræma sjónarmið þeirra sem horfa til skemmri tíma í sínum fjárfestingum og þeirra sem meta þær til lengri tíma.
Í fyrrnefndri skýrslu PRI er sett upp líkan þar sem samþætting UFS í ákvörðunarferlið, ásamt aðferðafræði þemafjárfestinga og skimunar er sameinað í líkanið.
Í líkaninu er gert ráð fyrir að í fyrsta þrepi sé hagkerfið, iðngreinin, fyrirtækið og stjórnendateymi skoðað með svokallaðri „top down“ leið. Dæmi um iðgrein þar sem þetta líkan kemur að góðum notum er við mat á fjárfestingu í bílaframleiðanda þar sem auknar kröfur almennings og sífellt strangari laga –og reglugerðir er varða umhverfismál geta haft veruleg áhrif á rekstrarumhverfið.
Heimildir:
https://www.unpri.org/download?ac=10
https://business.nasdaq.com/media/ESG-Reporting-Guide_tcm5044-41395.pdf
Sjálfbærar þemafjárfestingar (e. Sustainable Themed Investing)
Þemafjárfestingar er aðferð sem byggir á því að horfa sérstaklega á ákveðnar tegundir fjárfestinga sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi t.d. loftlagsbreytingar, fæðu, vatn, endurnýjanlega og hreina orkugjafa og landbúnað. Segja má að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna falli vel að þessari aðferðafræði þar sem áhersla í fjárfestingum er á tiltekin málefni. Heimsmarkmiðunum fylgja einnig handbók þar sem hagstofur landa Sameinu þjóðanna geta notað til að meta stöðuna á hverjum tíma og er hvatning til að ná settum markmiðum fyrir árið 2030 . Mikil aukning hefur verið í fjárfestingum sem hafa það að markmiði að draga úr áhrifum loftslagbreytinga og bæta aðgengi að vatni.
Heimildir:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=a8864db7-af5b-4dd9-940b-9c63856462aa
Virkt eignarhald (e. Active ownership)
Hugtakið merkir í þessu samhengi að hluthafar nýta rétt sinn til að hafa skoðun og áhrif á stefnu fyrirtækja er varðar UFS þætti. Eitt af sex grundvallarviðmiðum PRI hvetur eiganda til að vera virkir í sínu eignarhaldi og eiga „virkar samræður“ (e.engagement) við stjórnendur fyrirtækja ásamt því að nýta atkvæðarétt sinn á hluthafafundum eða í umboði þriðja aðila (e.proxy voting). Í skýrslu sem gefin var út á vegum PRI árið 2018 kemur fram að virkt eignarhald er almennt álitin áhrifamesta leiðin við að draga úr áhættu með viðkomandi fjárfestingu, hámarka afkomu hennar og hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það getur þó verið erfitt að setja nákvæma mælistiku á áhrifin.
Hluti af virku eignarhaldi er að eiga virkar samræðum við stjórnendur fyrirtækja og kalla eftir upplýsingum er varða UFS þætti. Með virkum samræðum getur fjárfestir haft áhrif á rekstur fyrirtækisins meðan að fjárlosun leiðir til þess að fjárfestirinn stendur utan dyra og án mögulegra áhrifa eða aðkomu til að þrýsta á viðkomandi félag til betri rekstrar.
Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu sýna nýlegar rannsóknir að ef virkri fjárfestingu er beitt með skynsamlegum hætti skili það alla jafnan fjárhagslegum ávinningi ásamt því að auka þekkingu og skilning á fyrirtækinu, starfsemi þess og stjórnendum og styrkir jafnframt samskipti á milli fjárfesta og viðkomandi fyrirtækis.
Ef fjárfestir ætlar að beita virku eignarhaldi er mikilvægt að skýr markmið og stefna sé til staðar, ef ekki getur þessi aðferð valdið misskilningi og vantraust orðið á milli fjárfesta og útgefanda. Þau skilaboð sem fjárfestar gefa út á markaðinn með virku eignarhaldi geta haft áhrif og því þarf að vanda vel til verka. Mikilvægt er að undirbúa virku samræðurnar vel, afla upplýsinga, setja sér markmið og halda utan um árangurinn. Þá þarf að fylgja upplýsingaöfluninni vel eftir og flétta inní fjárfestingarákvarðanir þar sem stöðugleiki er mikilvægur í ákvörðunarferlinu.
Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu USSIF[1] kemur fram að frá árinu 2016 og til fyrri hluta ársins 2018 voru yfir 200 stofnanafjárfestar og aðrir fjárfestar sem höfðu yfir 1,76 milljarða dollara að ráða sem beittu virku eignarhaldi með því að skila inn yfir 700 tillögum er tengdust UFS þáttum fyrir hluthafafundi. Þó svo að tillögur hluthafa nái ekki alltaf fram að ganga þá geta þær samt sem áður þjónað jákvæðum tilgangi. Að leggja þær fram vekur athygli og umræður um málefnið og getur leitt til breyttra áhersla í viðkomandi fyrirtæki eða jafnvel atvinnugrein[2].
Lífeyrissjóðir eru umsvifamiklir á innlendum verðbréfamarkaði og eiga yfir 51% allra skráðra verðbréfa. Ein af niðurstöðum starfshóps um hlutverk lífeyrissjóða í uppbyggingu atvinnulífsins frá ársbyrjun 2018 er að: „Lífeyrissjóðirnir gæta mikilla hagsmuna og eru því virkir hluthafar í fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Sjóðirnir eiga að leggja metnað í að innleiða leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja og stuðla að því að stjórnarmenn fyrirtækja séu sjálfstæðir í störfum sínum og hafi engin tengsl við tiltekna hluthafa umfram aðra.“[3] Í sömu skýrslu er yfirlit yfir hluthafa –eða eigendastefnu fimm stærstu lífeyrissjóða landsins. Þar kemur meðal annars fram að allir sjóðirnir eru virkir hluthafar en misjafnt er hvort sjóðirnir birti upplýsingar um afstöðu sína til einstakra mála og því erfitt að átta sig á hver möguleg áhrif virks eignarhalds er á Íslandi.
Heimildir:
https://www.unpri.org/download?ac=4151
https://www.ussif.org/sribasics
https://www.ussif.org/files/Publications/USSIF_ImpactofSRI_FINAL.pdf
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=cee149c2-0019-11e8-9423-005056bc4d74